27 júlí, 2007

Er flutt yfir á www.123.is/hebaagneta

Ástæða: Læst myndaalbúm. Það er nú bara þannig, kallinn minn.

21 júlí, 2007

Búlgaría eða
Tyrkland ???





17 júlí, 2007


Langþráð sumarfrí hafið.
Sumarið meiriháttar so far. Æðislegt í vinnunni, íbúðin æðisleg og skapið alltaf svo gott þegar veðrið er svona gott. Það er bara þannig.
Spáin segir reyndar rigning um helgina, það þýðir þá bara einfaldlega það að við mæðgur huggum okkur innivið í huggulegu íbúðinni okkar.
Sumarfríið á svo einfaldlega að fara bara í afslöppun og notalegheit.

Slappaðu af........

03 júní, 2007



Óvissuferð með vinnunni í gær....
Ekið var rakleiðis í Mosfellsdalinn, nánar tiltekið að hestaleigunni Laxnes þar sem 10 hressir og kátir vinnufélagar skelltu sér á hestbak, misvön eins og við var að búast en allir spenntir.
Ég fékk merina Madonnu sem fararskjóta og fyrstu kynni okkar skvísanna voru góð og haldið var af stað í útreiðatúrinn með skælbros á vör :oD

Þegar við vorum hálfnuð er stoppað og Madonna fer út í kant að bíta gras. Ég tek því rólega á meðan og klappa merinni nýju vinkonu minni á meðan ég held með annarri hendi í tauminn. Hvað haldiði???
Helv... Spóa-fífl flýgur upp úr grasinu beint fyrir framan Madonnu mína sem verður svo hverft við að hún tekur þessa líka kröppustu hægri beygju sem sögur fara af (í minningunni allavega) með mig á bakinu og ég náttúrulega bara flýg af baki!!!
Já, já, mín datt af baki og svo harkalega að ég datt næstum út, sá ekkert, heyrði ekkert og átti erfitt með andardrátt liggjandi þarna sárkvalin skvísan úti í vegarkanti.
Eftir litla stund jafnaði ég mig, fór að sjá og heyra aftur og stóð upp, en meeeeeen, kvalirnar í rasskinninni!!!!
Myndi ekki óska mínum versta óvini að upplifa sömu kvalir, sem eru þær allra, allra verstu á ævinni og nú er ég samt búin að afreka að eiga tvö börn, takk fyrir ;o)

Ég var sótt og keyrð heim í hús þar sem það var ekki séns fyrir mig að setjast aftur á bak. Þar sem ég lá á maganum í leðursófa, var raðað í mig íbúfeni, mér gefið kók að drekka þar sem húsfreyjan sagði mig líkari afturgöngu en sprelllifandi 27 ára gamalli pæju ;o)
Þannig fór um hestaferð þá....hehe-hummhumm.

Í dag er rasskinnin svo á mér dökkblá og rispuð og ég á erfitt með hinar ýmsu hreyfingar sem annars eiga að vera algerlega verkjalausar og ósjálfráðar.

**Ætla samt á hestbak aftur, það er æði!

01 júní, 2007

Það er alltaf jafn fyndið þegar fólk er farið að heimta fréttir af manni..hehe.

Það er enn bara gleði, gleði... Við familian flytjum 9. júní á Hringbrautina í krúttlega 3ja herbergja íbúð.
Svo er það útskriftin sem verður 16.júní, er að plana veisluna og svoleiðis, búin að fara fram og til baka með dagskrá dagsins og að verða búin að festa tilboð í veitingar og djús svo mínir nánustu fara að fá símhringingu um boð í herlegheitin :o)

Netið er enn bilað og ég er ekkert að fara að láta laga það á næstunni, þarf að kaupa nýtt netkort og vesen. Er því háð tölvunum í vinnunni og þar er maður ekkert að blogga neitt daglega enda annað að gera á vinnutíma :o)

Strembið líf að vera farin að vinna 9-5, finnst dagurinn vera bara búin þegar við komum heim. Tekur tíma að aðlaga sig því, en þetta er jú það sem koma skal.

Þannig er nú það.....

P.S Fékk 8,5 fyrir lokaritgerðina :o)

12 maí, 2007


Gleði, gleði, gleði......

Mjájá... Gellan ég er búin með ritgerðina!! Er bara varla að trúa því að tíminn sé kominn!


Það er núna sem hlutirnir ganga bara allir upp. ( nema að útkoman úr prófinu verði fall en það er akkúrat núna seinnitíma vandamál :oS ) Ritgerðin búin, á bara eftir að fara í prentun, komin með vinnu og í gær fengum við fjölskyldan íbúð! Það er mánaðaruppsagnarfrestur hjá mér svo tek við íbúðinni hjá Hafdísi og Begga um miðjan júní sem er 3ja herbergja krúttleg íbúð við Hringbrautina...Verðum áfram á þessu yndislega svæði, mér til mikillar gleði.


Það er svo núna sem ég tek saman, geng út af bókhlöðunni í síðasta sinn (í laaaangan tíma allavega) og skelli mér í smá treat-ferð í Kringluna. Skelli mér svo í Hagaskóla til að kjósa auðvitað áður en ég fer heim og kem mér í júróvisionstuðið. Get ómögulega valið mér land til að halda með í kvöld þar sem Ísland er auðvitað ekki með. Var með 6 af 10 löndum rétt sem fóru áfram á fimmtudaginn en hef ekki heyrt neitt af hinum lögunum sem eru með í kvöld svo þori engu að spá að svo stöddu... Tyrkland og Grikklans eru lög sem auðvelt er að muna eftir, það er allavega á hreinu, shake it up.......

Góða skemmtun í kvöld til ykkar allra :o*


**Það er svo gaman að vera til...lífið er yndislegt...

11 maí, 2007

Hahahaha... Hélt mig hafa bloggað í fyrradag en svo er greinilega ekki.
Hvað er að frétta?
Allt svona bærilegt bara, fékk ritgerðina til baka í gær og þurfti heldur betur að stokka Samantekt og umræðukaflann upp. Auk þess þurfti ég að laga Athugunarkaflann. Fæ því helgina til að massa þetta sem þýðir engin Kringlu-verslunarferð fyrir mig og ekki nema nett evróvisionpartý með coke light í mesta lagi :o(
Svona er þetta bara......Þýðir ekkert að væla, það er bara tímasóun ;o)
Langar samt að deila með ykkur að mín er komin með vinnu, svona alvöru vinnu. Verð önnur af tveimur umsjónamönnum í Frístundaheimili. Ótrúlega spennandi...
Finnst samt svona í fyrsta sinn ég vera orðin fullorðin. Skólinn bara búinn.

Þessi blogfærsla er líka tímasóun svosem svo fer að segja þetta gott í bili, veit ekkert hvað er að minni tövlu, grunar netkortið svo veit ekkert hvernig fer.
**Síðar