12 maí, 2007


Gleði, gleði, gleði......

Mjájá... Gellan ég er búin með ritgerðina!! Er bara varla að trúa því að tíminn sé kominn!


Það er núna sem hlutirnir ganga bara allir upp. ( nema að útkoman úr prófinu verði fall en það er akkúrat núna seinnitíma vandamál :oS ) Ritgerðin búin, á bara eftir að fara í prentun, komin með vinnu og í gær fengum við fjölskyldan íbúð! Það er mánaðaruppsagnarfrestur hjá mér svo tek við íbúðinni hjá Hafdísi og Begga um miðjan júní sem er 3ja herbergja krúttleg íbúð við Hringbrautina...Verðum áfram á þessu yndislega svæði, mér til mikillar gleði.


Það er svo núna sem ég tek saman, geng út af bókhlöðunni í síðasta sinn (í laaaangan tíma allavega) og skelli mér í smá treat-ferð í Kringluna. Skelli mér svo í Hagaskóla til að kjósa auðvitað áður en ég fer heim og kem mér í júróvisionstuðið. Get ómögulega valið mér land til að halda með í kvöld þar sem Ísland er auðvitað ekki með. Var með 6 af 10 löndum rétt sem fóru áfram á fimmtudaginn en hef ekki heyrt neitt af hinum lögunum sem eru með í kvöld svo þori engu að spá að svo stöddu... Tyrkland og Grikklans eru lög sem auðvelt er að muna eftir, það er allavega á hreinu, shake it up.......

Góða skemmtun í kvöld til ykkar allra :o*


**Það er svo gaman að vera til...lífið er yndislegt...

8 Comments:

At laugardagur, maí 12, 2007 4:29:00 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Nú gerast allir hlutir í einu, ekki nokkur leið að ná þessu öllu saman!
En til hamingju með þetta allt ljúfust!
Voodoo er ekki svo galið! ;-)
Förum i fermingu til Nicolai á morgun, fulltrúar Islensku greinarinnar á ættartrénu, geri ég ráð fyrir!
Gott Evróvísjónkvöld, þó mér finnist þetta vera orðið frekar mikið austan-þjóða fyrirbæri1
Knús frá okkur Kristjáni.

 
At sunnudagur, maí 13, 2007 4:53:00 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Til hamó pæka, nú fækkar enn í okkar hópi sem ekki erum búnar með þennan blessaða háskóla:-S en fjölgar hér með í hópnum sem eru búnar, og ekki líða nú mörg ár í að við verðum allar orðnar háskólagengnar pækur og sumar meira að segja aðeins meira en það. Hlakka til hittings 25, ef hann verður fyrir valinu. Síðasta prófið á morgun og svo er ég búina í bili. Til hamingju með íbúðina, er nú svolítið svekkt, hélt að ég væri að fá þig hingað til mín á skagan, en mikið skil ég þig samt. Hafðu það alveg æðislega gott og njóttu þess vel að vera búin.

 
At sunnudagur, maí 13, 2007 5:14:00 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með ritgerðina skvís :) já og líka með íbúðina, ég hélt að ég fengi ykkur uppá skaga...hmm...

Hlakka til að sjá þig á klakanum, vonandi sem fyrst... :)

kv.anna maria

p.s. bara fimm dagar í heimkomu :)

 
At sunnudagur, maí 13, 2007 10:32:00 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

skemmtilegar fréttir.... til hamingju með þetta allt saman :)

 
At sunnudagur, maí 13, 2007 10:34:00 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Frábært að vera búin...þvílíkur léttir hlýtur að vera. Þetta er bara æðisleg tilfinning að skila svona stórri ritgerð, eitthvað sem maður hefur hugsað um í mörg ár og einhvern veginn átt erfitt með að ímynda sér að maður myndi klára áður en maður vissi af. En til hamingju elskan og endilega kíktu á okkur áður en við förum í sveitina ;-)

Kv. Ragnhildur

 
At fimmtudagur, maí 17, 2007 11:12:00 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Innilega til hamingju með áfangann Heba mín - ótrulega góð tilfinning að klára :-) Gangi þér sem allra best á nýjum vettvangi - þú ert að gera góða hluti ;-)
knús
Aðalheiður

 
At föstudagur, maí 18, 2007 12:43:00 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með þetta allt saman skvís :)

 
At fimmtudagur, maí 31, 2007 2:14:00 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Jæja elskan á ekkert að fara að blogga um einhverja aðra gleði en ritgerðina. Það er margt annað skemmtilegt að gerast í lífi þínu þessa dagana.

 

Skrifa ummæli

<< Home