11 maí, 2007

Hahahaha... Hélt mig hafa bloggað í fyrradag en svo er greinilega ekki.
Hvað er að frétta?
Allt svona bærilegt bara, fékk ritgerðina til baka í gær og þurfti heldur betur að stokka Samantekt og umræðukaflann upp. Auk þess þurfti ég að laga Athugunarkaflann. Fæ því helgina til að massa þetta sem þýðir engin Kringlu-verslunarferð fyrir mig og ekki nema nett evróvisionpartý með coke light í mesta lagi :o(
Svona er þetta bara......Þýðir ekkert að væla, það er bara tímasóun ;o)
Langar samt að deila með ykkur að mín er komin með vinnu, svona alvöru vinnu. Verð önnur af tveimur umsjónamönnum í Frístundaheimili. Ótrúlega spennandi...
Finnst samt svona í fyrsta sinn ég vera orðin fullorðin. Skólinn bara búinn.

Þessi blogfærsla er líka tímasóun svosem svo fer að segja þetta gott í bili, veit ekkert hvað er að minni tövlu, grunar netkortið svo veit ekkert hvernig fer.
**Síðar

4 Comments:

At föstudagur, maí 11, 2007 10:44:00 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með vinnuna! Og gangi þér vel með loka-loka-lokasprettinn í ritgerðarsmíði.

 
At föstudagur, maí 11, 2007 11:42:00 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju pæka!!! Nú er þetta alveg að verða búið.
Hlakka til að hittast.
Hilsen Júlla, sem á eitt próf eftir.

 
At föstudagur, maí 11, 2007 4:35:00 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

En frábaert!! Til lukku med vinnuna. Hlakka ekkert rosalega til ad thurfa ad fara ad leita sjálf...
Thú massar thetta svo bara um helgina. Poj poj

 
At föstudagur, maí 11, 2007 9:10:00 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Gangi þér vel Heba og til hamingju með vinnuna.
Hugsa fallega til þín um helgina (eins og alltaf) og sendi þér jákvæða strauma.

 

Skrifa ummæli

<< Home