01 júní, 2007

Það er alltaf jafn fyndið þegar fólk er farið að heimta fréttir af manni..hehe.

Það er enn bara gleði, gleði... Við familian flytjum 9. júní á Hringbrautina í krúttlega 3ja herbergja íbúð.
Svo er það útskriftin sem verður 16.júní, er að plana veisluna og svoleiðis, búin að fara fram og til baka með dagskrá dagsins og að verða búin að festa tilboð í veitingar og djús svo mínir nánustu fara að fá símhringingu um boð í herlegheitin :o)

Netið er enn bilað og ég er ekkert að fara að láta laga það á næstunni, þarf að kaupa nýtt netkort og vesen. Er því háð tölvunum í vinnunni og þar er maður ekkert að blogga neitt daglega enda annað að gera á vinnutíma :o)

Strembið líf að vera farin að vinna 9-5, finnst dagurinn vera bara búin þegar við komum heim. Tekur tíma að aðlaga sig því, en þetta er jú það sem koma skal.

Þannig er nú það.....

P.S Fékk 8,5 fyrir lokaritgerðina :o)

6 Comments:

At föstudagur, júní 01, 2007 10:17:00 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Loksins, loksins...búin að kíkja inn á hverjum degi en vildi samt ekkert vera að pressa :-) Er síðan ekki að koma tími á hitting þegar allir eru fluttir og búnir að koma sér fyrir.

Aftur til hamingju með ritgerðina, vel gert:-)

Hlakka til að sjá þig...Ragnhildur

 
At föstudagur, júní 01, 2007 1:46:00 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með þetta allta saman, stelpa :)

 
At föstudagur, júní 01, 2007 3:31:00 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju vinkona og takk fyrir síðast. Verum í bandi.
Kveðja af skaganum Júlla

 
At föstudagur, júní 01, 2007 5:15:00 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Vá frábært hjá þér :)

Hlakka til að sjá þig 16.júní ;)

kv.anna maria

 
At laugardagur, júní 02, 2007 1:54:00 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með rigerðina. Frábært að heyra hvað allt gengur vel. Fer alveg að koma heim og hlakka til að sjá þig :)

 
At þriðjudagur, júní 05, 2007 11:14:00 f.h., Blogger Unknown said...

Til hamingju með þetta allt saman. Rosa fín einkun fyrir lokaritgerð ;) Sjáumst vonandi fljótlega.

 

Skrifa ummæli

<< Home