04 apríl, 2007

Ó nei, ó nei.... Metnaðarleysið er að mæta aftur á svæðið!
Dagur 4 alein heima og ég er ekki enn farin að vinna neitt í ritgerðinni.
Mánudagurinn fór í bootcamp, vinnu, kaffihúsahitting, Heroes og CSI (sem ég sofnaði reyndar yfir).
Þriðjudagurinn fór í vinnu frá 8-15, Sorpuferð eftir tiltektina í geymslunni á sunnudag, Europrisferð svona þar sem búðin er við hliðina á Sorpu og ég fékk alveg heilar 920,- kr. fyrir flöskurnar mínar og Smáralindina þar sem við Eygló og Bóas hittum Írisi vinkonu frá DK á Kaffi Adesso.
Í dag er svo planið að klára innganginn (sem ég átti að skila í gær!), bootcamp, vinna, Bónusferð svo ég eigi ætan bita næstu 3 daga og sitja við eldhúsborðið og læra.

Næstu 3 dagar EIGA að einkennast af kyrrsetu og afkastamikilli ritgerðarvinnu svo ég nái að útskrifast!

**Þannig er nú bara það eins og hún Kolfinna mín segir gjarnan...

4 Comments:

At miðvikudagur, apríl 04, 2007 12:00:00 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

go girl:)

kv
Lilja

 
At miðvikudagur, apríl 04, 2007 11:38:00 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Gangi þér vel með þetta.

 
At föstudagur, apríl 06, 2007 10:19:00 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hæ Heba! Langt síðan ég hef séð þig.. ég er svo forvitin, um hvað er lokaverkefnið þitt??

 
At laugardagur, apríl 07, 2007 10:08:00 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hæ Lauga...
Er kynjamunur í frjálsum leik 5 ára barna? Í hverju felst hann og hvernig er helst hægt að skýra hann? Þetta eru svona spurningarnar sem ég er að reyna að svara.....Gengur illa akkúrat núna!
kv.Heba

 

Skrifa ummæli

<< Home