24 apríl, 2007

Ég og prentarinn í Odda eigum ekki samleið það er á hreinu. Þetta er í 8 skipti á önninni sem ég kem hingað í þeim tilgangi að prenta eitthvað og í 8 skiptið sem ég get ekki prentað þar sem prentarinn er bilaður!!

Af mér og mínum er annars ekkert að frétta....
Eða kannski eitthvað...
**Fór á árshátíð Frostaskjóls 14. þessa mánaðar, skemmti mér ágætlega í faðmi vinnufélaganna.
**Fórum familian á sumarhátíð á Sumardaginn 1. sem var hin ágætis skemmtun, krakkarnir í Selinu sungu en missti af þeim þar sem ég kom aðeins of seint. Mér tókst að brjóta hjólið undan kerrunni hennar Kolfinnu...hehe.
**Við mæðgur fórum á Karíus og Baktus í Borgarleikhúsinu s.l. sunnudag og skemmtu okkur konunglega, fyrsta leikhúsferð skvísunnar og mín í laaangan tíma.
**Það stefnir allt í major tannréttingar hjá Stefáni sem er með alltof lítinn neðri kjálka að sögn tannlæknisins hans, fór í að láta taka mót af tönnunnum í gær og þarf í röntgen af höfði og kjálka á morgun, framhald síðar þegar ég veit meira :oS
**Bootcamp rokkar, búin að skrá mig á næsta námskeið!!
**Er annars alveg að verða batteríslaus, ætla heim og hlaða batteríin fyrir langan vinnudag þar sem það er starfsmannafundur strax að lokinni vinnu.

Bið vel að heilsa og takk fyrir hvatningarpústin kæru vinir, þið eruð yndisleg :o*

4 Comments:

At þriðjudagur, apríl 24, 2007 8:57:00 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ef ekki liggur vel á þér er betra að gera allt annað en reyna að prenta út í Odda.

Kv. Ragnhildur

 
At miðvikudagur, apríl 25, 2007 12:49:00 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

GO GIRL!!! Þú massar þetta.
Kv. Júlla.
Hlakka til að hitta þig eftir próf.

 
At fimmtudagur, apríl 26, 2007 4:25:00 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hæ hæ....tú massar tetta allt. En ég skil vel tetta stress og allt sem fylgir tví ad gera svona ritgerd EN ég trúi tví ad ritgerdin verdi bara enntá betri fyrir vikid. Tetta er allt tess virdi tegar upp er stadid :D

dugleg ertu svo i bootcampinu, fjúff ég er ekki viss um ad ég myndi tola svona píningar en tad er nú ønnur saga hehe

En hafdu tad gott elsku vinkona og ég sé tig tegar ég kem til íslands 26.maí...

kv Kristín Óla

 
At laugardagur, apríl 28, 2007 1:12:00 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hæ Heba.
Var að koma heim af karókíkeppni í Ölver með vinnunni.
Lét strákana plata mig í atriði.
Einn söngvari og við 3 með dansatriði og bakraddir.
Auðvitað atriðið okkar og búningarnir valdir besta showið og fáum við grillveislu frá Argentínu fyrir allt lagergengið í hádeginu á fimmtudaginn og svo okkar maður besti söngvarinn og 12.000 kall út að borða. Coollllllll............
Bara gaman.
Ákvað samt að drífa mig heim til að mæta í vinnu á morgun.

Hugsa til þín frænka.
Heyrumst.

 

Skrifa ummæli

<< Home