02 apríl, 2007

Dagur 2 alein heima..
Hitti leiðbeinandann í dag sem tók við fræðilega kaflanum, fékk þann heimalærdóm að klára inngang fyrir morgundaginn og Athugunarkaflann fyrir næstu viku svo það er mikil vinna framundan.
Bootcamp svakalegt í morgun, svakalegt en skemmtilegt.

Tók mér ritgerðarfrí í gær, hékk með systrum mínum og Co-um, heimsótti Lilju og Co í nýju íbúðina, fór að borða á Pizzeria Rizzo með Eygló, Hannibal og Bóasi, meiriháttar pizza. Fengum okkus svo ís á eftir, ekta sunnudagsmáltíð þar á ferð. Tók mig svo til og lagaði til í geymslunni svo þarf heldur betur í Sorpu eftir vinnu á morgun :o)

Kaffihús í kvöld með Ragnildi og Lilju og svo er planið að hitta Írisi frá DK á morgun yfir kvöldmat. Þess á milli vinn ég, skrifa og sef :oÞ

**Hlakka strax til annars í Páskum

2 Comments:

At mánudagur, apríl 02, 2007 10:14:00 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

afhverju ertu ekki í háskóla bootcamp? það er miklu skemmtilegra

 
At miðvikudagur, apríl 04, 2007 8:37:00 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hæ Heba.
Gæti boðið þér með í næstu viku.

Hegðunarstjórn.
Áhrífaríkar leiðir til að hjálpa börnum að aðlagast umhverfi sínu.
Skemmtilegur fyrilestur fyrir foreldra í Lóni Fimmtudaginn 12 apríl kl. 20.00 ath. Makar velkomnir.
Fyrirlesari verður Zuilma Gabriela Sigurðardóttir, PhD.
dósent í sálfræði
Félagsvísindadeild HÍ

 

Skrifa ummæli

<< Home