13 mars, 2007


Sit við tölvuna og er í heimildaleit.
Fæ skyndilega þá flugu í höfuðið að google-a "Heba".
Ég heiti Heba Agneta og er fædd 02.07'79 og amma mín heitin, hét Heba og var fædd 24.01'38.
Ég fann eftirtaldar staðreyndir um allar stelpur/konur á Íslandi sem heita Heba að fyrsta eiginnafni (eitthvað erfitt að orða þetta):

*Samkvæmt þjóðskrá í nóvember 2005, sem nota bené er þónokkuð langt síðan, erum við 72 sem heitum Heba að fyrsta eiginnafni og 40 sem heita það í seinna eiginnafni.
*Sama heimild gefur upp að elsta Heban sé fædd árið 1936 og sú yngsta 2005.
*Á árunum 1978 og 1979 vorum við 2 Hebur sem fæddumst en á árunum 1938-1942 fæddust 6 Hebur.
*Í júlímánuði erum við Heburnar 7 sem eigum afmæli.
*Í janúar eru Heburnar 9.
*Mánaðardaginn 2., fæddust 4 Hebur á meðan aðeins 2 fæddust 24.

Við erum svo 8 sem heitum Agneta í seinna eiginnafni og þær eru aðeins 2 sem heita það í fyrsta eiginnafni.
Merkilegt nokk...

**Er annars hress bara, gaman að vera til :o)

3 Comments:

At miðvikudagur, mars 14, 2007 2:23:00 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

skemmtilegar upplýsingar þetta :-) Það er alltaf hægt að finna sér eitthvað annað að gera en að læra.

kv. Ragnhildur

 
At miðvikudagur, mars 14, 2007 4:20:00 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Já gaman að lesa þetta... Gott að þér líður vel og það er gaman að vera til..hehe...hljómar asnalega!!!

Knús frá Noregi

Kv.Anna María

 
At fimmtudagur, mars 15, 2007 10:00:00 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

72 Hebur allt í allt. Það er nú ekki eins mikið og ég hefði haldið. En það heita fleiri Agneta en ég hélt svo þetta voru skemmtilega upplýsingar. kv. Eygló

 

Skrifa ummæli

<< Home