21 mars, 2007


Þrír menn sátu og montuðu sig af heimilis skyldum sem þeir höfðu látið nýgiftu konur sínar fá.

Sá fyrsti giftist konu frá Colorado og setti henni fyrir að þrífa húsið og sjá um uppvaskið. Það tók tvo daga en á þriðja degi kom hann heim í nýþrifið hús og hreint og vel frágengið uppvask.

Annar giftist konu frá Nebraska og setti henni fyrir þrifin, uppvaskið og eldamennskuna. Fyrsta daginn gerðist ekkert, annan daginn ekki heldur en þann þriðja var húsið tandurhreint, uppvaskið í toppstandi og matur á borðinu.

Sá þriðji giftist fallegri íslenskri stelpu. Hann setti henni fyrir öll þrif, uppvask, eldamennska og að hirða um garðinn. Á fyrsta degi sá hann ekkert, heldur ekki annan daginn en á þriðja degi var mesta bólgan hjöðnuð og hann sá nægilega mikið út úr vinstra auga til að finna sér eitthvað að éta og raða í uppþvottavélina!!

Þar hafiði það íslenskar kynsystur mínar....hehehehe.

7 Comments:

At fimmtudagur, mars 22, 2007 8:16:00 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

HA HA HA
ég segi nú ekki annað

 
At fimmtudagur, mars 22, 2007 10:38:00 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Frábært...við erum svo mikil hörkukvendi að við látum sko ekki bjóða okkur neitt svona kjaftæði ;-)

Jafnréttiskveðjur...from you know who :-)

 
At fimmtudagur, mars 22, 2007 1:40:00 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hahaha! Snilld!

 
At fimmtudagur, mars 22, 2007 1:52:00 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hahah nokkuð góður :)

kv frá Noregi :)

 
At fimmtudagur, mars 22, 2007 6:44:00 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

GÓÐUR!
Snara honum á dönsku og læt hann flakka í vinnunni á morgun!
Er annars búin að nota mikið þetta ríkidæmi og kaupæði íslendinga í Dk, og seigi að það endi með að þau fái launin sín í íslenskum krónum! Viðkvæmt fyrir bankastarfsmenn hér! Eftir handboltatapið fræga um daginn var það; If you can´t beet them, buy them!
Elska þig!
Mamma.

 
At föstudagur, mars 23, 2007 6:04:00 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hér í Dk eru það ekki gjafirnar sem telja, heldur veislan! Veislan er aðalmálið með söng og fjöri. Mannstu, við fundum vísurnar sem sungnar voru Ebbu ömmu til heiðurs í hennar fermingarveislu? Hér er þetta eins og mini brúðkaupsveisla og krökkunum er ekið í flottum bílum til kirkju!
En..... brandarinn fékk þvílíkar móttökur í vinnunni í dag! Flestir karlarnir spuru nú bara; Hvernig þorir nokkur nokkur maður að falla fyrir þessum Íslensku drottningum!

 
At laugardagur, mars 24, 2007 11:45:00 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hehehehe... Góður mamma!

 

Skrifa ummæli

<< Home