15 mars, 2007

"Lífið er yndislegt, sjáðu....."
Í alvöru, loksins þegar samviskusemin kom þá virðist hún ætla að bliva mér til mikillar ánægju og gleði. Er búin að sitja á hlöðunni síðan nákvæmlega 08:51 í morgun og er komin með 5 bls. í fræðilega kaflanum!!
Tók mér hádegismat frá 11:15-12:00 og hef skroppið 4x á wc í allan dag. (Það má ekki drekka í básunum sko :o( )

Ætla að pakka saman bókunum, greinunum, orðabókinni, útkrotuðu blöðunum og öllu hinu dóteríinu sem fylgir mér niður og halda heim með góðri samvisku og bros á vör :oD

Svo er það Despó í kvöld og það væri enn skemmtilegra ef einhver nennti að joina mig kl.21:15

**".....það'er rétt að byrja hér....."

2 Comments:

At föstudagur, mars 16, 2007 11:19:00 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Rosalega ertu nú dugleg... dáist sko að þér... án djóks :)
Vildi að ég hefði smá af þessum metnaði sem þú hefur, bæði skólalega og heilsulega séð =)

Góða helgi

Kv.Anna María

 
At föstudagur, mars 16, 2007 12:33:00 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Frábært, það er svo gaman að vera svona duglegur og þá verður líka miklu skemmtilegra að læra og sjá árangurinn.
En rosalega ertu löghlýðin...það er ekki hægt annað en að stelast í vatnsflöskuna á hlöðunni, það er svo þurrt loftið þarna.

En baráttukveðjur frá mér.

Ragnhildur

 

Skrifa ummæli

<< Home