06 mars, 2007



-HEROES-
Uppáhaldið er auðvitað hann Hiro Nakamura
-Heroes góður í gær... Maður er orðin svo spenntur að það er næstum að maður download-i næstu þáttum. SVO erfitt að bíða í viku eftir næsta þætti!

-Tók upp á því að segja upp kortinu mínu í isf97 þar sem ég hef ekki farið síðan í *hóst*desember*hóst* og skráði mig á GI Jane- boot camp námskeið frá 26.mars-5.maí !! Nú á sko að taka á því, það er samt ekki laust við að ég sé smá stressuð, maður búin að heyra svoddan sögur af þessu campi :o) En í form skal ég....

-Skellti mér á bókamarkaðinn í Perlunni í morgun, meiriháttar markaður og SVO margar bækur sem mig langaði að kaupa, lét nokkrar eftir mér, aðallega til að gefa samt. Ætla aftur á morgun þar sem bókin sem dró mig þangað in the first place var búin en var væntanleg í dag aftur....Bók um litla stúlku sem gefur stórum úlfi snudduna sína. Þið skiljið boðskapinn í henni, ætla að lesa hana með henni Kolfinnu minni.
-Keypti líka dekk á Opelskvísuna mína í dag, er ekki frá því að það sé svoldið annað að keyra hana. Það passar svosem alveg þar sem ég las einhversstaðar að gamlir og lúnir hjólbarðar koma oftar en ekki við sögu þegar um umferðaóhöpp er að ræða. Fer með skvísuna svo í skoðun á morgun og á ekki von á öðru en að hún fá A í einkunn og fjólubláan límmiða með 08 á númeraplötuna...úúú ;o)


-Svakalega fer þessi auðkennislykill í taugarnar á mér eitthvað, einhverjir fleiri við þann vanda að etja??? Hann er eitthvað svo fyrir mér :oÞ

**Fundur með leiðbeinanda á morgun...púff.

4 Comments:

At þriðjudagur, mars 06, 2007 9:25:00 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Boot camp er málið:) Laugardagsæfingarnar eru samt verstar!!! annars er þetta hörku púl sem maður hefur gott af.
Gangi þér vel á morgun. sendi þér baráttustrauma til að takast á við Guðný

 
At miðvikudagur, mars 07, 2007 8:03:00 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ég verð að komast á þennan bókamarkað. Allt mjög flottar og ódýrar bækur sem þú keyptir í gær, gerðir alveg kostakaup. Hlakka til þess að koma til þíní mat í kvöld þín matseld klikkar ekki. Sjáumst þá. kv. Eygló

 
At miðvikudagur, mars 07, 2007 5:48:00 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Boot camp er sko málið... mæli alveg með því... hrikalega erfitt, en alveg þess virði :) Ég gat varla gert armbeygjur áður en ég fór í þetta 10 vikna púl...eftir það var ég sko sjóuð...hehe... býð spennt eftir sögu af fyrsta tímanum... :)

Kv.Anna María

 
At sunnudagur, mars 11, 2007 2:11:00 e.h., Blogger eiby baby said...

Ég hef enn ekki fengið minn auðkennislykil þannig að ég hef ekki yfir neinu að kvarta;). En það er greinilega alltaf nóg að gera hjá þér Heba mín. Þú ert svo dugleg alltaf;) K

 

Skrifa ummæli

<< Home