25 mars, 2007

Er alveg stopp í bili....Búin að vera á hlöðunni síðan 11:15 í morgun og gengið nokkuð vel, aðeins farið að hægja á samt, kannski vegna þess að nú er ég farin að lesa erfiðu greinarnar og bækurnar, þessar sem þarf að glósa svoldið og snúa í marga hringi svo setningin skiljist á íslensku..hehe.

Horfði á Talladega Nights með Stefáni í gær, skellti mér í náttarann og kom mér vel fyrir undir teppi í sófanum með pepsi max (á tilboði í Bónus), lítinn Þrist og lítið Twix og bjóst alveg við því að sofna út frá myndinni eins og svo oft þegar við mæðginin tökum myndir saman (ekki alveg sama áhugasviðið hvað þær varðar).
En myndin kom bara svona skemmtilega á óvart, ég hélt mér vakandi, kannski fyrir tilstilli alls sykursins en myndin var þessi líka ágætis skemmtun auk þess sem hún rifjaði upp fyrir mér lag sem ég hélt mikið uppá hérna í den, "We belong" með Pat eitthvað, væmið og flott og atriðið við lagið geggjað fyndið í þokkabót.

Á morgun er það svo 1. bootcamp tíminn! Jiiii, ég kvíði fyrir.....En hlakka líka til.

**Áfram Snæfell í DHL höllinni í kvöld!!!

5 Comments:

At sunnudagur, mars 25, 2007 6:02:00 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Pat Benatar var ljúfan og já, ég er sammála. Hallærislega gott lag!
Knús frá mömmu.

 
At sunnudagur, mars 25, 2007 9:52:00 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hehehehehe......... fyndið Heba.
Ég var einmitt að kaupa þessa mynd í Bónusvídeói í gær á 699. Á reyndar eftir að horfa á hana. Og það er ekki langt síðan ég keypti Best of Pat Benatar sem ég er búinn að vera að þrykkja í bílnum en ég átti bara 7 vinylplötur með henni............
Hafðu það gott stelpa. (Fer að koma í heimsókn með nokkrar dvd fljótlega).

 
At sunnudagur, mars 25, 2007 11:06:00 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

OMG! fyndið Siggi

 
At mánudagur, mars 26, 2007 8:08:00 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ji hvað þú mamma og Siggi eruð eitthvað eins ég veit ekkert hvaða mynd þetta er né lag né hljómsveit. Alveg er ég glötuð
Gangi þér vel í púlinu í dag.
kv. Eygló

 
At mánudagur, mars 26, 2007 11:14:00 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

http://www.youtube.com/watch?v=ukZpXRT_st8

Reyndar á Pat Benatar nokkur flottari lög.

Sigríður í Þangbakkanum á afmæli í dag, 76 ára. Maður hlýtur að lenda í veislu þar kl.18:00 (eins og venjulega).

 

Skrifa ummæli

<< Home