19 mars, 2007

Dreif mig til doksa í morgun... Mín með sýkingu í kinnholunum sem eru orðnar svo stíflaðar að jukkið lekur ofan í lungu sem er ástæðan fyrir þessum svakalega hósta.
Fékk sýklalyf og sterapúst ásamt þeim fyrirmælum að fara heim og taka því rólega í dag sem ég heldur betur gerði, svaf í sófanum til 16:00 en þá neyddist ég til að fara í Bónus og sækja Kolfinnu á leikskólann, veikindadagurinn á enda.

Tók svakalega rispu um helgina, lærði bara næstum alla helgina ásamt því að skíttapa í Fimbulfambi við Eygló, Hannibal, Vilborgu og Hjalta.

Saumó hjá mér á fimmtudag, hlakka svakalega til að fá Pækurnar til mín í djúsí-veitingar og spjall. Maður hittir einhvernveginn svo fáa þegar maður er farin að vinna til 16:30 alla daga sem fær mig til að hugsa um eina ókostinn við að útskrifast, langa vinnudaga. Það er svo miklu skemmtilegra að geta farið í Bónus áður en maður sækir Kolfinnu, geta hent í vél og hengt upp úr henni á milli tíma.....og allt hitt.
Kannski er ég ekki tilbúin í að verða fullorðin...gæti það verið ;o)

**Ætla að skella mér í náttarann og gera mig klára fyrir HEROES

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home