28 mars, 2007

Bootcamp já!
Erfitt, svimi, enn erfiðara, meiri svimi, helvíti, tími búinn!
Komst varla niður tröppurnar vegna mjólkusýrunnar, náði að jafna mig þegar út í bíl kom, keyrði af stað og er að keyra í sakleysi mínu þegar bíll svoleiðis ætlar inn í hliðina á mér en ég náði að sveigja fimlega frá með löööööngu flauti... Úff, ekki alveg það sem ég þurfti á að halda. Kem heim í móki, næ að borða einn banana og druslast í sturtu, hafði ekki orku til að blása á mér hárið svo mætti í vinnunna með pluffy-hár ;o)
Þannig var nú fyrsti tíminn.
Í gær var ég svo frá af harðsperrum að ég gat varla sest á *hóst* wc einsömul *hóst* ;o)

**Get því ekki annað sagt en að ég kvíði tímanum á eftir.....

5 Comments:

At miðvikudagur, mars 28, 2007 11:13:00 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hahah vá hvað ég man eftir fyrsta timanum sem ég var dregin í... næstu fjórir dagar voru bara dauði af harðsperrum... en svo lagast þetta, en trúðu mér tímarnir verða aldrei auðveldari með timanum heldur allat jafn erfiðir ef ekki erfiðari!!!

En þetta er alveg þess virði :)

Kv.Anna María

 
At miðvikudagur, mars 28, 2007 2:19:00 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Dugleg ertu;) Stefni á þetta í sumar. Kv, Eva

 
At fimmtudagur, mars 29, 2007 1:16:00 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

hey hey, ég fór í bootcamp. mér fannst það geggjað gaman! mér fannst erfiðast að vakna á morgnana

 
At mánudagur, apríl 02, 2007 12:20:00 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

já ég man sko eftir fyrsta tímanum í bootcamp... ég þurfti að æla ég reyndi svo mikið á mig. EN þetta er gaman og alveg þess virði :) verður bara skemmtilegra með tímanum.

 
At mánudagur, apríl 02, 2007 1:46:00 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Æi ég hef ekki lagt í þetta Bootcamp dæmi, en dáist að þeim sem gera það. Hljómar hálfgert helvíti en jafnframt gaman - furðuleg blanda eitthvað.

 

Skrifa ummæli

<< Home